Færsluflokkur: Bloggar
23.7.2007 | 21:40
Enski boltinn allt of dýr
Ég hef verið afskaplega latur að blogga í sumar enda útivinnandi og hef ekki mikinn tíma fyrir framan tölvuna nema aðeins á kvöldin og þá fer mestur tíminn í að skoða fréttir af mínum mönnum í Liverpool.
Ég er mikill aðdáandi enska boltans og því get ég ekki setið á mér varðandi verðlagningu 365 miðla á þessu frábæra sjónvarpsefni. Staðan virðist vera sú að samkeppni á þessum markaði skili sér ekki til áskrifenda í lækkuðu verði. Miklar og heitar umræður hafa verið í gangi á íslenenskum heimasíðum ensku félagana og virðast menn ekki á eitt sáttir.
Sú síða sem ég les daglega er liverpool bloggsíða og vill ég benda áhugasömum um þessi mál á þessa síðu eoe.is/liverpool því ég einfaldlega nenni ekki að eyða tíma í að skrifa um hluti sem er nú þegar búið að fjalla um annarsstaðar. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessu máli að kíkja inn á þessa síðu sem inniheldur málefnalega pistla og umræður. Einnig ber að geta þess að þetta er vinsælasta bloggsíða landsins með yfir 13.000 heimsóknir á dag ef ég man rétt. http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/07/06/17.38.39/
Njótið vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 13:49
Drullað upp á bak.....2.útgáfa
Negrinemi.blogspot.com virðist endanlega vera búinn að gefa upp andann. Hlynur kominn inn á moggabloggið, Siggi Þorvalds hætti að blogga sumarið 2004 og hefur hvorki heyrst né sést til Haffa síðan í vetur.
Þessi bloggsíða var frumkvöðull í bloggheimum (hvað landsbyggðina varðar), og var minnst á hana í mogganum og alles. Við auglýstum bloggið á öllum spjallborðum körfuboltaliða á landinu og þegar best lét vorum við að fá hátt í 2000 heimsóknir á dag. Sumir misskildu verknaðinn og héldu að um heimasíðu Snæfells væri að ræða og notuðust við spjallborðin til að lýsa yfir hneykslan sinni á Körfuknattleiksdeild Snæfells. Frá þeim vetri hefur lítið gerst og hefur bloggið haldið sinni upprunalegu mynd allan tímann.....kannski metnaðarleysi en allavega klassík þar á ferð.
Ég var að renna í gegnum nokkra pistla og fann þar gamlan pistil sem ég skrifaði í fyrra að mig minnir og er þetta nokkuð áhugaverð lesning. Verði ykkur að góðu.....eða ekki.
Drullað upp á bak (ekki fyrir viðkvæma)
Ég skil nú ekki alveg af hverju ég hef ekki sett þessa sögu fyrr inn á nemann en svona er þetta bara þegar amstur dagsins nær tökum á manni en hérna kemur það. Ég mæli með því að leggja frá ykkur allt matarkyns á meðan og viðkvæmir hafi burfbag tilbúinn.
Fyrir upphitun:
Þessi skemmtilega saga átti sér stað daginn sem við spiluðum við H/S á Selfossi. Minn var búinn að vera e-ð tæpur í maganum þennan daginn enda búinn að dæla í sig voltaren eins og Smarties í nokkra daga. Gamanið byrjaði eftir að ég var búinn að skófla í mig súpunni í Borgarnesi eins og venjan er á leið okkar í útileiki. Ég varð e-ð skrítinn í maganum og það var á Hellisheiðinni sem maginn fór í hnút. Ekki laust við það ég hafi tekið á sprettinn með klemmdar kinnar inn á klósett þegar við komum í íþróttahúsið og the rest is history. Allt kom út af gömlum vana, mjög solid og í toppstandi og hélt ég nú að gamanið væri búið en svo var nú ekki. Það liðu ekki nema 10 mín. þangað til að páfinn bankaði aftur og round 2 var byrjað. Ég er nú ekki þessi týpa sem nennir að hanga á dollunni í minni eigin blómalykt í langan tíma en nú var ekki um annað að velja.
Upphitunin:
Nú var kallinn mættur í upphitunina með tóman maga og súpan runnin út í Ölfusána og farið hefur fé betra. Orðinn hálf næringarlítill tók ég mig til og skellti einum Magic í mig og slatta af vatni svona til að hafa e-ð í maganum. Það fór ekki betur en svo að það rann beint í gegn og round 3 var tekið rétt fyrir leik og að míga með rassgatinu er nokkuð sem allir hafa upplifað held ég.
Leikurinn:
Byrjaði vel, smellti tveimur þribbum snemma og liðið á góðu róli. Var svo tekinn útaf eftir ca. 8 mín (skil ekkert í Bárði) og var bara á góðu róli. Það var svo um miðjan 2. leikhlutann sem maginn fór í gang aftur og varð ég að sitja þarna eins og illa gerður hlutur fram að hálfleik með klemmdar rasskinnar og neitaði að fara inná. Það hefði litið illa út að hlaupa inn í klefa í miðjum leik svo ég hélt bara í mér fram að hálfleik þar sem round 4 fór fram og missti ég af allri hálfleiksræðunni hjá Bárði sem er nú svosem ekkert svo slæmtJ
Hélt nú að ég væri orðinn tómur og gæti spilað seinni hlutann án þess að hafa áhyggjur en það var nú bara þegar við gengum inn á völlinn að ég fann að e-ð var í gangi. Var að spá í að biðja Bárð um að láta e-n annan byrja inná en hugsaði með mér að ég bið bara um skiptingu ef ég þarf á dolluna, eeeeeeeeeeeeeeee bad move. Það leið ekki nema hálf mínúta, ég að hoppa upp í frákast og búmm, það var umflúið að ég þyrfti skiptingu. Hleyp framhjá varamannabekknum okkar og bið um skiptingu á leið í hraðaupphlaup og ég heyri bara að öll hreindýrin á bekknum fara að hlæja. Þurfti svo að hanga inná í tvær mínútur en það var alveg ótrúlegt að lekurinn bara stoppaði ekki. Það hvarflaði alveg að mér að henda bara boltanum út af. Svo loksins stoppaði leikurinn og ég tók bara krappa hægribeygju og beint inní klefa öskrandi you got nr. 9 á Braca sem var að koma inná fyrir kúkalabbann. Round 5 lokið og ég tyllti mér á bekkin, alveg máttlaus og aumur í stjörnunni. Þetta var nú sem betur fer the final round og gat spilað nokkrar mín. í viðbót.
Svona var þetta nú þann daginn og vona ég að allir hafi komist heilir frá þessari lesningu. Það kom svo í ljós að þetta voru ekki voltaren töflurnar sem gerðu mér þetta því þetta hélt áfram svona í nokkra daga á eftir svo þetta hlýtur að hafa verið einhverskonar matareitrun. Helvítis súpan maður. Beware the súpan at Hyrnan.
Með gróið rassgat og fullan maga kveð ég að sinni.
Ég var svo víst alltaf búinn að lofa að drullað upp á bak pt.2 kæmi en aldrei leit sú saga dagsins ljós. Kannski að Moggabloggið sé rétti vettvangurinn fyrir þá sögu.....sjáum til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2007 | 19:29
Seinfeld, nauðganir og afskiptaleysi
Ég er mikill aðdáandi Seinfeld þáttanna og get ég horft á þessa þætti aftur og aftur. Um daginn nýtti ég mér nútímatæknina og downloadaði öllum Seinfeld þáttum frá upphafi þannig að undirritaður hefur haft nóg að gera undanfarna daga.
Mér varð hugsað til Seinfeld þegar ég heyrði fréttir af nauðgun sem átti sér stað á Hverfisgötunni aðfaranótt sunnudags. Mætti spyrja sig af hverju Seinfeld í þessu tilfelli?
Jú, mér varð hugsað til síðustu tveggja þáttanna í lokaseríunni þar sem þau vinirnir Jerry, Kramer, George og Elaine urðu vitni að því að maður var rændur úti á götu. Í stað þess að hjálpa manninum þá stóðu þau bara aðgerðarlaus hjá. Í kjölfarið voru þau handtekinn því að í bandarískum lögum segir að manni beri að hjálpa annarri manneskju ef maður verður vitni að slíkum atburði. Þetta atriði víkur nú pælingu minni að þessari nauðgun sem átti sér stað um helgina.
Samkvæmt Morgunblaðinu þá var stúlku nauðgað í miðju húsasundi um miðja nótt og það sem gerir þetta enn hræðilegra er að það urðu vitni að atburðinum en enginn sá sig knúinn til þess að hjálpa greyið stúlkunni. Ég hef nú aldrei látið hnefana tala en ég held að maður myndi nú sjá sóma sinn í því að stöðva nauðgun. Ég hef heldur aldrei verið neitt sérstakleg mikið hrifinn af amerísku réttarkerfi en það er hreinlega spurning hvort við Íslendingar þyrftum ekki að taka upp þau lög sem urðu Seinfeld og félögum að falli.
En af hverju allir þessir glæpir allar helgar í miðborg Reykjavíkur? Má ekki bara setja upp myndavélakerfi um allan miðbæinn til þess að koma svona mönnum úr umferð. Þetta er að mig minnir þriðja eða fjórða nauðgunin á Hverfisgötunni á innan við ári sem er alveg hræðilegt. Sumir vilja ekki myndavélarnar því það rjúfi friðhelgi einkalífsins. Friðhelgi ungrar stúlku var rofin á aðfararnótt sunnudags......hvern erum við að vernda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2007 | 22:22
Hvernig geta skólarnir tekið á offituvandamálum barna?
Í kjölfar pistils sem gamli körfuboltaþjálfarinn minn, Karl Jónsson skrifaði í síðustu viku þá varð ég hreinlega að stofna mér aðgang að þessu bloggi til að koma fram mínum pælingum varðandi offitu barna á Íslandi. Pistilinn frá Kalla má finna hér
Áhugi minn á þessu sviði kviknaði í vetur er ég hóf að stunda nám við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík í fyrrahaust. Innan veggja skólans hefur þetta mál verið mikið rætt og er deginum ljósara að eitthvað þarf að breytast í líferni ungmenna hér á landi ef ekki á illa að fara. Staðreyndin er sú að þar spilar skólakerfið sennilega stærsta hlutverkið í því sambandi og langar mig að koma fram nokkrum atriðum sem þurfa að breytast.
Kalli talaði um að fjölga þyrfti íþróttatímum í skólum og verð ég að segja eins og er að ég er fyllilega sammála honum í þeim efnum en málið er ekki svo einfalt. Fleiri þætti þarf að skoða í þessum efnum. Það er hárrétt hjá Kalla að allt of fáir tímar eru notaðir til íþróttakennslu í skólum og ég vona að ég fari rétt með að þeir eru 120 mínútur pr. viku í heildina. Sumir skólar kenna 3x40 mínútur en aðrir 2x60 mínútur. Ef við skoðum þetta út frá skóla sem kennir íþróttir 3x40 mínútur pr. viku þá er gróflega áætlað að nemendur eru aðeins í hreyfingu í 25-30 mínútur í hverjum tíma. Ástæðan er sú að yfirleitt eru íþróttahúsin ekki á skólalóðinni og tekur tíma fyrir börnin að koma sér til kennslu og svo fer auðvitað tími í að klæða sig í íþróttafötin sem getur tekið mislangan tíma eftir einstaklingum. Þegar svo loksins er inn í salinn komið þá þarf að lesa upp nöfn nemenda. Eftir að því er lokið er ekki óalgengt að um 5-10 mínútur af kennslunni hefur verið eytt í enga hreyfingu. Svo þegar líður að lok kennslunnar þá þarf að hleypa nemendum 5 mínútum fyrr út svo þeir mæti á réttum tíma í næstu kennslustund.
Annað sjónarhorn á þetta mál er fjöldi nemenda pr. kennara. 30 nemendur pr. íþróttakennara eru algengar tölur á höfuðborgarsvæðinu og maður spyr sig hvernig á nokkur maður að geta stjórnað 30 nemendum einn síns liðs. Til eru dæmi þess að tveir íþróttakennarar séu með 60 krakka inni í sal í einum tíma. Það er ekki nokkur leið fyrir kennara að starfa við þessar aðstæður og þetta bitnar á heilbrigði nemenda. Í svona stórum bekkjum verður auðveldara fyrir "kyrrsetubörnin" eða anti-sportistana að komast upp með að slaka á í tímanum. Kennarinn nær ekki að virkja öll börnin og það reynist honum erfiðara að hafa yfirsýn yfir virkni barnanna þegar um svo marga nemendur er að ræða.Vandamálin eru mörg í íþróttakennslunni en ég tel að þau eru auðleysanleg. Fyrir það fyrsta þá þarf að bæta aðstöðu íþróttakennara til muna. Er það tilviljun að meðalstarfsaldur íþróttakennara hér á landi séu 5 ár? Flestir íþróttafræðingar velja sér starf í einkageiranum því kjör kennara eru léleg miðað við vinnu og andlegt álag sem þeir þurfa að þola. Stanslaust áreiti, andlegt erfiði, allt of margir nemendur pr. kennara og lág laun í vanþakklátu starfi eru ástæður þess að svo er. Það er líka allt of algengt að íþróttakennarar hafa gefist upp og eru fastir í sömu "rullunni" og eru í raun bara going through the motion í sinni kennslu. Þessir kennarar halda ekki uppi aga og hafa engan metnað fyrir hönd barnanna og eru í raun löngu útbrunnir í starfi. Þetta hefur komið óorði á starfstéttina.
Einnig er starfsvitund íþróttakennara léleg. Það er grátleg staðreynd að aðrir kennarar virðast ekki virða mikilvægi íþróttakennslu í skólum. Ef að barn þarf aukatíma í stærðfræði þá fær það barn yfirleitt frí í leikfimi til þess að bæta stærðfræðikunnáttu sína. Það er mjög algengt að gefið sé frí í íþróttatíma þegar eitthvað annað ber að eins og td. fyrirlesarar á vegum SÁÁ koma í skólann. Það er ákveðin kaldhæðni í því að byrja forvarnarstarfið á því að taka bestu forvörnina frá börnunum sem eru íþróttir og hreyfing.
Síðustu ár hefur orðið lenging á skólaárinu. Þá spyr maður sig af hverju hefur fjöldi íþróttatíma ekki verið aukinn í kjölfarið. Við erum endalaust að bæta við tímum í bóklegum fögum og ekki má gleyma öllum þeim tíma sem við setjum börnin fyrir framan tölvurnar svo að þau verði samkeppnishæf í tæknivæddu samfélagi sem er að slá öll þyngdarmet. Markmiðið virðist vera að láta börnin sitja eins mikið inni í skólastofu eins og hægt er til þess að mata heilann. Það virðist hafa farið fram hjá stjórnendum skólanna að fjöldi rannsókna sýnir fram á að aukin hreyfing eykur getu barna til að meðtaka námsefnið. Já það er rétt, aukin hreyfing eykur gáfurnar.
Ég sagði hérna í upphafi að ég væri sammála Kalla í þeim efnum með að fjölga íþróttatímum. Staðreyndin er hinsvegar sú að það getur reynst erfitt sökum aðstöðuleysis. Íþróttahúsin og sundlaugarnar eru í notkun frá 7-23 alla virka daga og ekki virðist vera hægt að koma fleiri tímum að þar. Einnig þyrfti að fjölga íþróttakennurum og það gæti reynst erfitt miðað við þá staðreynd að nú reynist nógu erfitt að fá menntað fólk til þess að kenna íþróttir í skólum í dag.
Ég tel að lausnin sé aukin hreyfing og þarf hún ekki endilega að vera í formi íþróttakennslu. Mörgum börnum er illa við íþróttir eins og fótbolta og fimleika og upplifa þau sig sem útundan í þeirri kennslu og eru margar ástæður þar að baki. Rannsóknir síðustu ára sýna fram á að flest börn fá meiri hreyfingu í frímínútum en í íþróttakennslu. Öllum börnum finnst gaman að hreyfa sig og við þurfum bara að virkja þau börn sem hafa ekki gaman af íþróttum. Hreyfing á ekki að vera eingöngu bundin við íþróttir. Hættum að loka börnin inni í skólastofu 8 tíma á dag fyrir framan tölvuskjái og hleypum þeim út að leika sér. Göngutúrar í náttúrunni, leikir á skólalóðinni og fleira í þeim dúr er eitthvað sem allir hafa gaman af, bæði nemendur og kennarar.
Ég gæti svosem skrifað meira um þetta en þetta eru svona helstu atriðin sem brenna á mér varðandi þessi efni. Matarræði ungmenna, samvinna íþróttafélaga, skóla og heilsuræktarstöðva eru líka mál sem tengjast þessu en það er efni í annan pistil.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar