11.6.2007 | 19:29
Seinfeld, nauðganir og afskiptaleysi
Ég er mikill aðdáandi Seinfeld þáttanna og get ég horft á þessa þætti aftur og aftur. Um daginn nýtti ég mér nútímatæknina og downloadaði öllum Seinfeld þáttum frá upphafi þannig að undirritaður hefur haft nóg að gera undanfarna daga.
Mér varð hugsað til Seinfeld þegar ég heyrði fréttir af nauðgun sem átti sér stað á Hverfisgötunni aðfaranótt sunnudags. Mætti spyrja sig af hverju Seinfeld í þessu tilfelli?
Jú, mér varð hugsað til síðustu tveggja þáttanna í lokaseríunni þar sem þau vinirnir Jerry, Kramer, George og Elaine urðu vitni að því að maður var rændur úti á götu. Í stað þess að hjálpa manninum þá stóðu þau bara aðgerðarlaus hjá. Í kjölfarið voru þau handtekinn því að í bandarískum lögum segir að manni beri að hjálpa annarri manneskju ef maður verður vitni að slíkum atburði. Þetta atriði víkur nú pælingu minni að þessari nauðgun sem átti sér stað um helgina.
Samkvæmt Morgunblaðinu þá var stúlku nauðgað í miðju húsasundi um miðja nótt og það sem gerir þetta enn hræðilegra er að það urðu vitni að atburðinum en enginn sá sig knúinn til þess að hjálpa greyið stúlkunni. Ég hef nú aldrei látið hnefana tala en ég held að maður myndi nú sjá sóma sinn í því að stöðva nauðgun. Ég hef heldur aldrei verið neitt sérstakleg mikið hrifinn af amerísku réttarkerfi en það er hreinlega spurning hvort við Íslendingar þyrftum ekki að taka upp þau lög sem urðu Seinfeld og félögum að falli.
En af hverju allir þessir glæpir allar helgar í miðborg Reykjavíkur? Má ekki bara setja upp myndavélakerfi um allan miðbæinn til þess að koma svona mönnum úr umferð. Þetta er að mig minnir þriðja eða fjórða nauðgunin á Hverfisgötunni á innan við ári sem er alveg hræðilegt. Sumir vilja ekki myndavélarnar því það rjúfi friðhelgi einkalífsins. Friðhelgi ungrar stúlku var rofin á aðfararnótt sunnudags......hvern erum við að vernda?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er reyndar nokkuð viss um að á Íslandi séu sams konar lög við lýði og urðu þeim Jerri og co að falli. Man ekki hvað þau eru kölluð en það er hægt að kæra þig fyrir að koma ekki náunga til hjálpar, þ.a. ef einhver veit hvaða fólk þetta var þarna í húsasundinu þá er - að mér skilst - hægt að kæra það.
Óli G (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 00:45
Þetta er bara orðið allt of algengt, þ.e.a.s að fólk horfi á án þess að hjálpa til. Stundum gera menn sér ekki grein fyrir alvarleika málsins, sjá ekki nákvæmlega hvað er að gerast. En hiklaust eiga menn að koma í veg fyrir svona, það er amk í mínu eðli að ég gæti ekki staðið hjá aðgerðarlaus.
Örvar Þór Kristjánsson, 12.6.2007 kl. 16:30
Já þetta er hrikalegt ef satt reynist með það að fólið hafi staðið hjá og ekkert aðhafst í málinu, en svo gæti líka verið að þau hafi talið að þetta hafi verið með samþykki, eða ekki lytið út fyrir að vera nauðgun....ef ekki þá hefur þetta fólk ekkert sér til málsbótar. Varðandi þetta með myndavélarnar og hvern við erum að verja persónuvern vs. nauðgun þá vill ég fjölga myndavélum strax í miðbænum og virkara eftirlit.
Menn sem eru á móti myndavélum benda á að það sé með því móti verið að stýra hegðun fólks og að persónuvernd og friðhelgi einkalífsins sé brotin og í svoleiðis samfélagi viljum við ekki búia í, sem er að vissu punktur. En ef þú hefur ekkert að fela þá eru myndavélarnar ekki að pirra þig neitt, og með því móti ættu þær ekki að skipta neinu máli. Ef myndavélar koma upp um svona atvik eða koma í veg fyrir þau þá fynnst mér það enginn vafi að þær eigi að koma.
bjartmar (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:25
ohh ég elska Seinfeld hehe maður getur horft á þetta endalaust ;)
Alda (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.