24.6.2007 | 13:49
Drullað upp á bak.....2.útgáfa
Negrinemi.blogspot.com virðist endanlega vera búinn að gefa upp andann. Hlynur kominn inn á moggabloggið, Siggi Þorvalds hætti að blogga sumarið 2004 og hefur hvorki heyrst né sést til Haffa síðan í vetur.
Þessi bloggsíða var frumkvöðull í bloggheimum (hvað landsbyggðina varðar), og var minnst á hana í mogganum og alles. Við auglýstum bloggið á öllum spjallborðum körfuboltaliða á landinu og þegar best lét vorum við að fá hátt í 2000 heimsóknir á dag. Sumir misskildu verknaðinn og héldu að um heimasíðu Snæfells væri að ræða og notuðust við spjallborðin til að lýsa yfir hneykslan sinni á Körfuknattleiksdeild Snæfells. Frá þeim vetri hefur lítið gerst og hefur bloggið haldið sinni upprunalegu mynd allan tímann.....kannski metnaðarleysi en allavega klassík þar á ferð.
Ég var að renna í gegnum nokkra pistla og fann þar gamlan pistil sem ég skrifaði í fyrra að mig minnir og er þetta nokkuð áhugaverð lesning. Verði ykkur að góðu.....eða ekki.
Drullað upp á bak (ekki fyrir viðkvæma)
Ég skil nú ekki alveg af hverju ég hef ekki sett þessa sögu fyrr inn á nemann en svona er þetta bara þegar amstur dagsins nær tökum á manni en hérna kemur það. Ég mæli með því að leggja frá ykkur allt matarkyns á meðan og viðkvæmir hafi burfbag tilbúinn.
Fyrir upphitun:
Þessi skemmtilega saga átti sér stað daginn sem við spiluðum við H/S á Selfossi. Minn var búinn að vera e-ð tæpur í maganum þennan daginn enda búinn að dæla í sig voltaren eins og Smarties í nokkra daga. Gamanið byrjaði eftir að ég var búinn að skófla í mig súpunni í Borgarnesi eins og venjan er á leið okkar í útileiki. Ég varð e-ð skrítinn í maganum og það var á Hellisheiðinni sem maginn fór í hnút. Ekki laust við það ég hafi tekið á sprettinn með klemmdar kinnar inn á klósett þegar við komum í íþróttahúsið og the rest is history. Allt kom út af gömlum vana, mjög solid og í toppstandi og hélt ég nú að gamanið væri búið en svo var nú ekki. Það liðu ekki nema 10 mín. þangað til að páfinn bankaði aftur og round 2 var byrjað. Ég er nú ekki þessi týpa sem nennir að hanga á dollunni í minni eigin blómalykt í langan tíma en nú var ekki um annað að velja.
Upphitunin:
Nú var kallinn mættur í upphitunina með tóman maga og súpan runnin út í Ölfusána og farið hefur fé betra. Orðinn hálf næringarlítill tók ég mig til og skellti einum Magic í mig og slatta af vatni svona til að hafa e-ð í maganum. Það fór ekki betur en svo að það rann beint í gegn og round 3 var tekið rétt fyrir leik og að míga með rassgatinu er nokkuð sem allir hafa upplifað held ég.
Leikurinn:
Byrjaði vel, smellti tveimur þribbum snemma og liðið á góðu róli. Var svo tekinn útaf eftir ca. 8 mín (skil ekkert í Bárði) og var bara á góðu róli. Það var svo um miðjan 2. leikhlutann sem maginn fór í gang aftur og varð ég að sitja þarna eins og illa gerður hlutur fram að hálfleik með klemmdar rasskinnar og neitaði að fara inná. Það hefði litið illa út að hlaupa inn í klefa í miðjum leik svo ég hélt bara í mér fram að hálfleik þar sem round 4 fór fram og missti ég af allri hálfleiksræðunni hjá Bárði sem er nú svosem ekkert svo slæmtJ
Hélt nú að ég væri orðinn tómur og gæti spilað seinni hlutann án þess að hafa áhyggjur en það var nú bara þegar við gengum inn á völlinn að ég fann að e-ð var í gangi. Var að spá í að biðja Bárð um að láta e-n annan byrja inná en hugsaði með mér að ég bið bara um skiptingu ef ég þarf á dolluna, eeeeeeeeeeeeeeee bad move. Það leið ekki nema hálf mínúta, ég að hoppa upp í frákast og búmm, það var umflúið að ég þyrfti skiptingu. Hleyp framhjá varamannabekknum okkar og bið um skiptingu á leið í hraðaupphlaup og ég heyri bara að öll hreindýrin á bekknum fara að hlæja. Þurfti svo að hanga inná í tvær mínútur en það var alveg ótrúlegt að lekurinn bara stoppaði ekki. Það hvarflaði alveg að mér að henda bara boltanum út af. Svo loksins stoppaði leikurinn og ég tók bara krappa hægribeygju og beint inní klefa öskrandi you got nr. 9 á Braca sem var að koma inná fyrir kúkalabbann. Round 5 lokið og ég tyllti mér á bekkin, alveg máttlaus og aumur í stjörnunni. Þetta var nú sem betur fer the final round og gat spilað nokkrar mín. í viðbót.
Svona var þetta nú þann daginn og vona ég að allir hafi komist heilir frá þessari lesningu. Það kom svo í ljós að þetta voru ekki voltaren töflurnar sem gerðu mér þetta því þetta hélt áfram svona í nokkra daga á eftir svo þetta hlýtur að hafa verið einhverskonar matareitrun. Helvítis súpan maður. Beware the súpan at Hyrnan.
Með gróið rassgat og fullan maga kveð ég að sinni.
Ég var svo víst alltaf búinn að lofa að drullað upp á bak pt.2 kæmi en aldrei leit sú saga dagsins ljós. Kannski að Moggabloggið sé rétti vettvangurinn fyrir þá sögu.....sjáum til.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já komdu endilega með part 2, er fullviss um að lesendur þínir eru ÆSTIR í að fá að lesa hann!!
Bjarney Bjarnadóttir, 24.6.2007 kl. 16:56
fyrst ökklinn svo rassgatið, þú átt að fara í skák. hvíla ökklann og sitja á rassgatinu
nonni mæju (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 22:25
Það er algjörlega tilgangslaust að vera með svona bloggsíðu ef maður bloggar aldrei!! koma svo gamli, girða sig í brók og áfram með smjörið!! ;o)
Bjarney Bjarnadóttir, 3.7.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.